Tímaritið FourFourTwo birti skemmtilegan lista á dögunum yfir 100 bestu leikmenn heims árið 2023.
Erling Braut Haaland trónir á toppi listans eftir ótrúlega markaskorun á árinu og þá vann hann þrennuna með Manchester City.
Í öðru sæti listans er Jude Bellingham eftir magnaða innkomu hans í lið Real Madrid. Landi hans, Harry Kane, er í þriðja sætinu.
Þar á eftir kemur Kylian Mbappe og er Rodri, miðjumaður Manchester City svo í sjötta sætinu.
Lionel Messi er í sjötta sæti listans en athygli vekur að Cristiano Ronaldo er hvergi sjáanlegur á listanum yfir þá hundrað bestu í heimi á árinu sem er að líða.
Listann í heild má nálgast hér.