fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Hjákona Beckham útskýrir hvers vegna hún rauf þögnina um framhjáhaldið – Segir frá afleiðingunum sem viðtalið hefur haft fyrir hana

433
Mánudaginn 30. október 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rebecca Loos, konan sem David Beckham hélt framhjá Victoriu með, hefur mikið verið í umræðunni frá því heimildaþættir um knattspyrnugoðsögnina komu út. Hún ræddi við morgunþátt ITV í Bretlandi í dag.

David á að hafa haldið framhjá með Loos eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Manchester United 2003. Hún var aðstoðarkona hans en Victoria og börn þeirra David fluttu ekki út til Madrídar frá Manchester fyrst um sinn.

Loos opnaði sig upp á gátt í viðtali við Daily Mail á dögunum og ræddi málið í sjónvarpinu í morgun.

Meira 
Hjákona Beckham hjólar í hann eftir útgáfu þáttanna – Opinberar hvað hann gerði sem varð til þess að hún sagði frá öllu

„Ég myndi vilja sleppa því að ræða þetta aftur. Þessi kafli í mínu lífi er að baki og ég hef haldið áfram. En þegar þættirnir komu út átti ég mjög erfitt með að segja ekkert því frásögn hans er villandi og lætur mig líta út eins og slæma manneskju,“ sagði Loos.

„Auðvitað er líka við mig að sakast en það þarf tvo til. Hann sagði að ásakanirnar væru fáránlegar en það er ekki að neita því.“

Loos segir þá að þættirnir og umfjöllunin um framhjáhaldið þar hafi haft slæmar afleiðingar fyrir hana sjálfa.

„Ég vaknaði við skelfileg skilaboð á Instagram. Ég hef aldrei áður upplifað það því fyrir 20 árum voru engir samfélagsmiðlar.“

Meira
Hjákona Beckham varpar fleiri sprengjum – Segir frá kvöldinu sem þau stunduðu kynlíf og hvað Beckham sagði við hana í hita leiksins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona