fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Hjákona Beckham hjólar í hann eftir útgáfu þáttanna – Opinberar hvað hann gerði sem varð til þess að hún sagði frá öllu

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 23. október 2023 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rebecca Loos, konan sem David Beckham hélt framhjá Victoriu með, hefur tjáð sig í kjölfar þess að Netflix heimildaþáttaröð um stórstjörnuna kom út.

David á að hafa haldið framhjá með Loos eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Manchester United 2003. Hún var aðstoðarkona fjölskyldunnar en Victoria og börn þeirra David fluttu ekki út til Madrídar frá Manchester fyrst um sinn.

Segir Loos meðal annars í viðtali við Daily Mail að hún hafi komist að því að David sýndi félögum sínum skilaboð sem fóru þeirra á milli.

„Við vorum að senda skilaboð á milli og þó voru nokkuð klúr. Svo fékk ég skilaboð frá spænska líffverðinum og hann sagði mér að hætta þessu, David væri að sýna vinum sínum þau og að þeir væru að hlæja að þeim saman,“ segir Loos.

„Ég var mjög sár. Þetta fékk mig til að standa á sama um hvort að upp kæmist um framhjáhald okkar.“

Þá gagnrýnir Loos David fyrir að lita sig sem fórnarlambið í málinu í Netflix þáttaröðinni um sig. Hann sagði að sér hafi liðið ömurlega vegna frétta um framhjáhaldið og að honum hafi orðið flökurt vegna þeirra.

„Sögurnar voru hræðilegar en þær eru sannar. Þetta er allt svo mikið „aumingja ég“ en hann þarf að taka ábyrgð. Ég skil vel að hann sé að verja sína ímynd en þetta lætur hann líta út eins og fórnarlamb og mig eins og lygara.

Þegar ég uppljóstraði um þetta fyrir öllum þessum árum hélt ég mig við staðreyndir því ég var 26 ára með engan stuðning og var að fara á gegn valdamesta pari í heimi,“ segir Loos að endingu um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Í gær

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford
433Sport
Í gær

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer