Rebecca Loos, konan sem David Beckham hélt framhjá Victoriu með, segir að stórstjarnan hafi látið sér líða eins og hún væri einstök. Hún féll algjörlega fyrir honum.
David á að hafa haldið framhjá með Loos eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Manchester United 2003. Hún var aðstoðarkona hans en fjölskylda David flutti ekki út til spænsku höfuðborgarinnar fyrst um sinn.
Loos var í ítarlegu helgarviðtali við Daily Mail þar sem ýmislegt kom fram.
Rebecca segir að eftir að David flutti út til Madrídar hafi eitthvað farið að myndast á milli þeirra. Fóru þau til að mynda að haldast í hendur í bílnum að hennar sögn.
Þá segir Rebecca einnig frá kvöldinu afdrifaríka sem þau stunduðu kynlíf.
„Hann lét mér líða eins og ég væri einstök,“ rifjar Rebecca upp.
„Ég man að ég sneri mér að honum og sagði honum að hann væri heppinn að geta verið með þeirri sem hann vildi. Hann horfði á mig og sagðist aldrei hafa gert þetta áður. Ég hugsaði: Vá. Ég féll algjörlega fyrir þessu.“