Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var valinn þjálfari ársins í Lengjudeild karla af Lengjudeildarmörkunum hér á 433.is.
Eftir brösótta byrjun Skagamanna sneru lærisveinar Jóns dæminu við og unnu deildina með sex stigum. Þar með fer liðið beint upp í efstu deild og sleppur við umspil.
Tímabilið í Lengjudeildinni var gert upp í Lengjudeildarmörkunum í gær og var Viktor Jónsson, leikmaður ÍA og sá Besti í deildinni á árinu að mati þáttarins, sérstakur gestur.
Þáttinn í heild má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Lengjudeildin - Uppgjör