Enskir blaðamenn eru hissa á því að Anthony Martial mætti á æfingasvæði Manchester United í morgun en var ekki lengi að láta sig hverfa.
Martial mætti á æfingasvæði United klukkan 8:55 í morgun en fjórum mínútum síðar keyrði hann heim.
Óvíst er hvers vegna Martial var svona stutt á æfingasvæðinu en Manchester United á leik gegn Brighton á sunnudag.
Martial hafði byrjað tvo síðustu leiki liðsins en Rasmus Hojlund mun líklega taka stöðuna í fremstu víglínu.
Franski framherjinn hefur verið í mörg ár hjá United án þess að ná að festa sig í sessi sem lykilmaður.