Þrátt fyrir alla peninga í heiminum í Sádí Arabíu eru aðstæður á mörgum stöðum ekkert sérstaklega merkilegar.
Cristiano Ronaldo sem er vanur öllu því besta í heiminum fékk að upplifa það þegar Al-Nassr spilaði útileik á dögunum.
Al-Nassr mætti þá Al-Fateh í áhugaverðum slag en klefinn fyrir útiliðið þar er ekki merkilegur pappír.
Klefinn er í raun gamalt herbergi á vellinum þar sem búið er að setja stóla niður, meira er það ekki.
Al-Fateh er ekki eitt af ríku liðunum í Sádí og því eru aðstæður þar langt frá því sem best verður á kosið, eins og sjá má hér að neðan.