„Ef ég er leikmaður er á uppleið og ég hef möguleika á að fara til Liverpool, þá verð ég mjög spenntur,“ segir Virgil van Dijk varnarmaður Liverpool um stöðu mála og segir spennandi tíma vera hjá félaginu.
Van Dijk segir að Liverpool sé spennandi staður sama hvort liðið nái Meistaradeildarsæti eða ekki.
„Ég sé það ekki breyta miklu, ef einhver setur það sem kröfu að vera í Meistaradeildinni þá er það bara þannig.“
„Ég er mjög spenntur yfrir næsta tímabili, það er mikil vinna sem við þurfum að ráðast í og það er heilt undirbúningstímabil sem fer í það.“
Van Dijk segir að undirbúningstímabilið verði spennandi miðað við það sem hann heyrir. „Ég heyri orðróm um að það verði mikil vinna á undirbúningstímabilinu. Það verður mikil líkamleg vinna en líka taktík. Það er spennandi.“
„Það eru leikmenn að fara, vonandi koma leikmenn inn líka og við verðum klárir í næstu leiktíð.“