Stuðningsmenn Manchester United eru allt annað sáttir með færslu félagsins.
Félagið birti myndband af tilþrifum Antony á Twitter. Það reyndi hann að taka leikmann Bournemouth á.
Það hins vegar mistókst.
Sá sem sér um samfélagsmiðla United virtist hins vegar líta á þetta sem snilldartilþrif Brassans.
„Eyðið þessu áður en andstæðingar okkar sjá þetta,“ skrifaði einn stuðningsmaður United á samfélagsmiðla.
„Eyða þessu strax,“ skrifaði annar.
Margir tóku í sama streng.
Hér að neðan má sjá færsluna.
That turn was too smooth, @Antony00 😮💨#MUFC || #BOUMUN pic.twitter.com/TqUGM4JgTJ
— Manchester United (@ManUtd) May 21, 2023