Það er ljóst að Mauricio Pochettino er að taka við sem stjóri Chelsea á næstunni.
Chelsea hefur átt skelfilegt tímabil og er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Félagið hefur rekið tvo stjóra, þá Thomas Tuchel og Graham Potter. Frank Lampard stýrir liðinu til bráðabirgða út þessa leiktíð.
Í sumar tekur Pochettino svo við, en þetta kom í ljós á dögunum.
Pochettino gerir samning til 2026 á Stamford Bridge.
Ætlar hann strax að fara að ræða áætlanir sumarsins á félagaskiptamarkaðnum. Ljóst er að miðjumaður og framherji verður keyptur í sumar.
Pochettino er með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa náð góðum árangri sem stjóri Tottenham og Southampton.
Hann var síðast með Paris Saint-Germain en var látinn fara þaðan fyrir um ári síðan.
Mauricio Pochettino will be in London this week to sign the contract as new Chelsea coach, expected to be valid until June 2026. 🔵🛫 #CFC
Poch will start discussing transfer plans with the club. New striker and new midfielder will join Chelsea for sure. pic.twitter.com/KwYgO1zZqe
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 15, 2023