Arsenal goðsögnin Ray Parlour fullyrðir að Declan Rice sé að ganga í raðir félagsins.
Rice, sem er fyrirliði og besti leikmaður West Ham, hefur verið sterklega orðaður við Arsenal í vetur.
Skytturnar eru í hörkubaráttu um Englandsmeistaratitilinn við Manchester City og er ljóst að félagið getur boðið Rice upp á Meistaradeildarfótbolta á næstu leiktíð.
„Hann verður hjá Arsenal á næstu leiktíð. Það er alveg klárt,“ segir Parlour, sem varð þrisvar sinnum Englandsmeistari með Arsenal á leikmannaferli sínum.
Rice er samingsbundinn West Ham út næstu leiktíð. Miðjumaðurinn er metinn á rúmar 70 milljónir punda.
Parlour, sem hefur starfað við umfjöllun um knattspyrnu eftir ferilinn, er allavega viss um að kappinn sé á leið til Arsenal.