fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Opnar sig um fréttafárið í janúar – Átti erfitt eftir að Brighton hafnaði tilboðum Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. apríl 2023 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Moises Caicedo, miðjumaður Brighton, viðurkennir að hafa verið ansi nálægt því að ganga í raðir Arsenal síðastliðinn janúar.

Arsenal hafði mikinn áhuga á Caicedo, en félagið leitaði að styrkingu á miðsvæði sitt.

Brighton vildi hins vegar alls ekki missa leikmanninn og hafnaði tilboðum Skyttanna. Það síðasta hljóðaði upp á 70 milljónir punda.

Arsenal sneri sér til Chelsea og fékk Jorginho til liðs við sig í stað Caicedo.

„Ég var mjög nálægt því að ganga til liðs við Arsenal. Ég átti því mjög erfitt,“ segir Caicedo sem vildi ganga í raðir Lundúaliðsins.

„Mér líkaði við þá þar sem þeir eru með unga og hæfileikaríka leikmenn sem og stjörnur. Hugarfar þeirra er að vilja alltaf meira.“

Hinn 21 árs gamli Caicedo hefur þó ekki áhyggjur af því að fá ekki fleiri góð tilboð í framtíðinni.

„Ég er viss um að ég fái mörg tækifæri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Í gær

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Í gær

Szczesny gerir tveggja ára samning

Szczesny gerir tveggja ára samning