Nokkrir stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar höguðu sér illa er liðið heimsótti Randers í leik liðanna í dönsku úrvalsdeildinni á mánudag.
Randers vann leikinn 1-0, en í byrjunarliði FCK var Hákon Arnar Haraldsson. Þá var Ísak Bergmann Jóhannesson á bekknum.
Eftir leik birti Randers færslu sem sýndi salerni á vellinum í skelfilegu ástandi eftir stuðningsmenn FCK.
„Kæru stuðningsmenn FCK, takk fyrir heimsóknina og andrúmsloftið sem þið sköpuðuð. En gerið það að sleppa því að skemma klósettin. Þið máttuð hoppa í stúkunni en…“ stóð í færslunni og voru myndir sem fylgdu.
FCK svaraði og fordæmdi verknaðinn.
„Okkur þykir mjög leitt að sjá þetta. Þetta er mjög heimskulegt. Við erum búin að ræða við stuðningsmannahópa okkar sem fordæma þessa hegðun. Við munum finna tvö klósett og vask og senda til Randers.“
Hér að neðan má sjá þetta.
Kære "fans" af @FCKobenhavn,
Tak for besøget – og stor cadeau herfra for jeres stemningsskabende adfærd.Men vil ikke I godt lade være med at smadre toiletterne? Vi ved godt, at vi gav jer lov til at hoppe på tribunen, men… 🙏#sldk #rfcfck #fcklive pic.twitter.com/nhkzQ2auxD
— Randers FC (@Randers_FC) April 10, 2023