fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Framtíðin í mikilli óvissu en ekkert verður rætt fyrr en þetta er komið á hreint

433
Miðvikudaginn 12. apríl 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg stórlið hafa áhuga á að fá Dusan Vlahovic til liðs við sig í sumar. Félag hans, Juventus, tekur hins vegar ekki ákvörðun með framtíð hans strax. Þetta segir félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano.

Vlahovic, sem er 23 ára gamall, gekk aðeins í raðir Juventus fyrir rúmu ári síðan en hefur verið orðaður frá félaginu nokkuð reglulega síðan.

Sóknarmaðurinn gæti leitað annað í sumar, en það er til að mynda alls ekki víst að Juventus verði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liðið er átta stigum frá fjórða sæti en fimmtán stig voru dregin af því fyrr á tímabilinu, líkt og frægt er.

Juventus ætlar einmitt ekki að taka neina ákvörðun um framtíð Vlahovic fyrr en ljóst er hvort liðið verði í Meistaradeildinni.

Ljóst er að fjöldi félaga hefur áhuga og tilboð gætu komið á borð ítalska félagsins.

Vlahovic hefur gert 11 mörk í 31 leik á þessari leiktíð með Juventus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun
433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Í gær

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum