Niko Kovac hefur ákveðið að neita Tottenham sem hafði áhuga á að ráða hann til starfa sem aðalþjálfara.
Kovac var áður stjóri króatíska landsliðsins og Bayern Munchen en hann er í dag hjá Wolfsburg í Þýskalandi.
Tottenham er að leita að nýjum stjóra eftir að Antonio Conte hætti hjá félaginu á dögunum.
Kovac var á meðal þeirra sem voru orðaðir við félagið en Julian Nagelsmann, fyrrum stjóri Bayern, ku vera númer eitt.
Samkvæmt Sky í Þýskalandi hefur Kovac hafnað boði Tottenham og vill hann ekki yfirgaf sitt starf til að taka við í London.