fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Pabbi hans hótaði ofbeldi ef hann svaraði neitandi – ,,Ég hafði engan áhuga á að fara þangað“

433
Sunnudaginn 2. apríl 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goðsögnin Gennaro Gattuso ákvað að skrifa undir hjá Rangers á sínum tíma og eyddi einu tímabili í Skotlandi.

Það var ákvörðun sem kom mörgum á óvart en Gattuso hafði allan sinn feril spilað í heimalandinu Ítalíu og með Perugia.

Menningin í Skotlandi er allt önnur en Gattuso ákvað að lokum að slá til en hann lék síðar með AC Milan í heil 13 ár.

Faðir Gattuso hótaði syni sínum ef hann myndi ekki skrifa undir í Skotlandi þar sem hann var að þéna lítið sem ekkert, samningslaus hjá Perugia.

,,Ég hafði engan áhuga á að fara til Glasgow. Ég spilaði tvo leiki í Serie B og svo komumst við í efstu deild með Perugia þar sem ég spilaði átta leiki samningslaus. Svo spilaði ég úrslitaleikinn fyrir U19 landslið Ítalíu,“ sagði Gattuso.

,,Einn daginn kemur pabbi að mér og segir mér af áhuga Rangers og að þeir hafi boðið mér samning. Ég vildi ekki fara og sagði honum það.“

,,Hann sagði mér að peningarnir væru of miklir og að hann gæti ekki einu sinni skrifað töluna niður. Hann sagði að ég myndi þéna fjórfalt það sem hann hefði gert á sinni ævi.“

,,Ég sagði nei en hann hótaði að berja mig ef ég myndi ekki taka boðinu, þess vegna skrifaði ég undir hjá Rangers. Ég fór til Glasgow án þess að þekkja nokkurn mann og kunni ekki eitt einast orð í ensku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur