fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Allir steinhissa þegar hann yfirgaf svæðið 40 mínútum of snemma – ,,Lét ekki sjá sig í tvo daga“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. apríl 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bobby Zamora, fyrrum leikmaður Tottenham, hefur sagt ótrúlega sögu af fyrrum samherja sínum, Stephane Dalmat.

Dalmat og Zamora léku saman með Tottenham tímabilið 2003/2004 en sá fyrrnefndi var í láni frá Inter Milan.

Dalmat sýndi Tottenham afskaplega lítinn áhuga og í eitt skipti ákvað hann að yfirgefa völlinn í miðjum leik til að lenda ekki í traffík á leið á flugvöllinn.

Það voru 40 mínútur eftir af leiknum er Dalmat fékk nóg og var enginn sem áttaði sig á því hvað væri í gangi.

,,Við spiluðum leik saman með Tottenham. Eftir fimm mínútur í seinni hálfleik ákvað hann að labba af velli,“ sagði Zamora.

,,Boltinn var ekki utan vallar eða neitt þannig, hann ákvað bara að fara. Ég held ég hafi verið á bekknum og taldi að hann hafi tognað eða eitthvað þessháttar.“

,,Hann gekk beint inn í búningsklefa. Hann sagði ekki orð við neinn. Við kláruðum leikinn og veltum því fyrir okkur hvar hann væri. Enginn vissi neitt. Hann átti að koma aftur út en hann lét ekki sjá sig í tvo daga.“

,,Ég komst svo að því eftir leik að hann þurfti að ná flugi og gat ekki komist á flugvöllinn í tæka tíð beint eftir leik svo hann þurfti að fara fyrr.“

,,Hann vildi bara komast aftur til Frakklands. Þetta var einn af þeim leikmönnum sem var alveg sama.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Í gær

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist
433Sport
Í gær

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það