fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Ætlaði til Manchester City en eitt símtal breytti öllu – ,,Sjöan var tilbúin á Old Trafford“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 26. mars 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexis Sanchez hefur opnað sig um af hverju hann gekk í raðir Manchester United árið 2018 frá Arsenal.

Manchester City var í bílstjórasætinu í langan tíma áður en Man Utd kom til sögunnar og tryggði sér þjónustu sóknarmannsins.

Sanchez var alltaf ákveðinn í að ganga í raðir Man City undir stjórn Pep Guardiola áður en hann fékk símtal frá Jose Mourinho, þáverandi stóra Man Utd,.

,,Ég var við það að ganga í raðir Manchester City og ég ræddi við Pep Guardiola á hverjum einasta degi,“ sagði Sanchez.

,,Hann var eins og pabbi minn þarna. Hann var pabbi minn hjá Barcelona og líka hjá Man City.“

,,Við ræddum saman á hverjum einasta degi og hann sendi mér skilaboð. Allt var klárt og það var leikmaður sem myndi ganga í raðir Arsenal.“

,,Stuttu seinna hringir síminn og Jose Mourinho segir mér að sjöan sé tilbúin fyrir mig á Old Trafford.

,,Ég hugsaði með mér að leikmaður frá Síle, myndi spila fyrir Manchester United, eitthvað sem hefur aldrei áður gerst.“

,,Þarna voru sjöur eins og Eric Cantona, David Beckham, Cristiano Ronaldo og nú gat leikmaður frá Síle gert það sama. Ég sé ekki eftir skrefinu, hlutir gerast að ástæðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur