fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Sjáðu atvikið: Fær á sig þungan dóm fyrir óhugnalegt athæfi

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 22. mars 2023 14:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorfandi á leik PSV og Sevilla í Evrópudeildinni á dögunum hefur verið settur í 40 ára bann frá því að mæta á leiki fyrir að hafa ráðist á markvörð Sevilla á meðan á leiknum stóð.

Atvikið átti sér stað er liðin mættust í síðasta mánuði en áhorfandinn hljóp inn á völlinn og að Marko Dmitrovic og réðst á hann.

Dmitrovic náði að snúa umræddan áhorfanda niður á jörðina áður en öryggisverðir vallarins mættu á svæðið og fóru með hann burt.

Auk 40 ára bannsins frá því að mæta á leiki hefur áhorfandinn einnig fengið á sig þriggja mánaða fangelsisdóm. Þá er honum bannað að koma í námunda við leikvang PSV í tvö ár.

Nú hefur einnig komið í ljós að umræddur maður var nú þegar í banni frá því að mæta á völlinn. Hann komst inn á leikvanginn með því að nota miða sem vinur hans hafði keypt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Í gær

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur