fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Mourinho orðaður við mjög óvænta endurkomu í sumar – Mörg nöfn á blaði

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. mars 2023 18:30

Josè Mourinho / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho stjóri Roma er einn þeirra sem sagður er koma til greina sem næsti stjóri Real Madrid. Það er Mundo Deportivo sem segir frá.

Mourinho gæti tekið við Real Madrid í sumar en allt bendir til þess að Carlo Ancelotti láti af störfum.

Florentino Perez forseti Real Madrid er ósáttur með Ancelotti á þessu tímabili og Ancelotti vill sjálfur taka við landsliði Brasilíu.

Mundo segir að Mourinho komi vel til greina en hann tók við Real Madrid árið 2010 og stýrði liðinu í þrjú ár.

Á listanum er einnig að finna Thomas Tuchel og Mauricio Pochettinho sem báðir hafa verið atvinnulausir síðustu mánuði.

Xabi Alonso fyrrum leikmaður Real Madrid og nú þjálfari Bayer Leverkusen kemur einnig til greina og Oliver Glasner þjálfari Frankfurt er líka nefndur til sögunnar.

Zinedine Zidane sem verið hefur atvinnulaus í tæp tvö ár eftir að hafa hætt við Real Madrid kemur einnig til greina í endurkomu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Í gær

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur