fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Lögfræðingur hafnar ásökunum um að skjólstæðingur sinn hafi nauðgað um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. mars 2023 11:00

Hakimi og eiginkona hans sem var í fríi þegar meint nauðgun átti sér stað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögfræðingur, Achraf Hakimi leikmanns PSG segir ásakanir á hendur leikmannsins um að hafa nauðgað 23 ára konu um helgina ekki á rökum reistar.

Hinn 24 ára gamli Hakimi á að hafa boðið konu heim til sín um helgina. Eiginkona hans og börn eru stödd í fríi í Dúbaí. Þar er hann sakaður um að hafa brotið á konunni, sem er 23 ára gömul.

„Ásakanirnar eru falskar og hann á rétt því að hreinsa nafn sitt,“ segir Fanny Colin lögfræðingur kappans.

Búist er við að Hakimi mæti á æfing hjá PSG í dag þrátt fyrir að lögregla sé með mál hans á borðinu.

Meintur þolandi leitaði til lögreglu og lét vita af atvikinu en hún vildi ekki leggja fram kæru. Saksóknarar ákváðu samt að hefja rannsókn á málinu sökum alvarleika meintra brota Hakimi og stöðu hans í samfélaginu, en hann er heimsfrægur knattspyrnumaður.

Samkvæmt Le Parisien setti Hakimi sig fyrst í samband við meintan þolanda þann 16. janúar í gegnum Instagram. Hann bauð henni svo á heimili sitt á laugardag og sendi bíl á eftir henni.

Meintur þolandi segir að eftir að hún hafi komið heim til hans hafi hann farið að kyssa hana á munninn og lyft fötum hennar. Hann hafi síðan kysst á henni brjóstin þrátt fyrir mótmæli af hennar hálfu. Að lokum á Hakimi að hafa átt við hana samfarir gegn hennar vilja.

Konan sagði lögreglu að hún hafi náð að losna frá Hakimi með því að sparka í hann, áður en hún hafði samband við vin sem náði í hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Í gær

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins
433Sport
Í gær

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“