fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Boðið að taka við landsliðinu en neitaði mjög óvænt – ,,Eitthvað sem ég hef alltaf viljað“

Victor Pálsson
Mánudaginn 27. febrúar 2023 19:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki allir sem myndu hafna tækifærinu á að taka við bandaríska landsliðinu til að starfa í MLS deildinni.

Peter Vermes er þó einn af þeim en hann er stjóri Kansas í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og var boðið að ræða við bandaríska knattspyrnusambandið.

Bandaríkin vildu skoða það að ráða Vermes til starfa en hann var ekki opinn fyrir því að mæta einu sinni í viðtal.

Vermes hefur náð frábærum árangri með Kansas og er við það að skrifa undir nýjan samning við félagið.

,,Ég var mjög skýr í mínu máli. Ég sagði þeim að ég væri næstum búinn að skrifa undir nýjan samning hérna,“ sagði Vermes.

,,Þetta er verkefni sem ég hef verið hluti af í langan tíma. Ég fékk minn tíma í að byggja upp. Það er eitthvað sem ég hef alltaf viljað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur