fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Fleiri hneyksli í kjölfar klámmyndbandsins – 81 árs bauð hann yngri konum í trekant

433
Föstudaginn 17. febrúar 2023 14:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska úrvalsdeildarfélagið Nice rannsakar nú klámmyndband sem var tekið upp á salerni á heimavelli þess.

Samkvæmt RMC Sport í Frakklandi var myndbandið tekið upp á meðan leikur Nice og Lille fór fram þann 29. janúar. Heimamenn unnu 1-0.

Þetta líður félagið ekki og hefur brugðist við.

Íslendingar kannast vel við Hreiðrið í Nice, eins og völlurinn er kallaður. Það var þar sem íslenska karlalandsliðið sló út það enska í 16-liða úrslitum Evrópumótsins 2016.

Klámmyndbandið sem um ræðir er ekki eini kynlífsskandallinn í franska boltanum undanfarið. Í tilefni að því fjallar The Upshot um formann franska knattspyrnusambandsins, Noel Le Graet, sem er undir rannsókn fyrir að grípa í læri yngri starfsmanna og senda þeim klúrin skilaboð. Sjálfur er Le Graet 81 árs gamall.

The Upshot rifjar upp að nýlega hafi Le Graet boðið tveimur kvenkyns starfsmönnum út að borða áður en hann stakk upp á því að þau færu í trekant. Þær neituðu.

Le Graet hafnar þessu og segist ekki kunna að senda sms.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eze staðfestur hjá Arsenal

Eze staðfestur hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Í gær

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“
433Sport
Í gær

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði