fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Andlegir erfiðleikar í London eftir að brotist var inn á heimili þeirra

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífið hjá Marc Cucurella leikmanni Chelsea hefur ekki verið auðvelt undanfarnar vikur og mánuði. Honum hefur gengið illa innan vallar og lífið utan vallar hefur verið flókið.

Stuðningsmenn Cheslea hafa undanfarið byrjað að baula á Cucurella sem keyptur var á 62 milljónir punda frá Brighton í sumar.

Ensk blöð segja frá því í dag að brotist hafi verið inn á heimili Cucurella skömmu eftir að Chelsea keypti hann.

Á innbrotið að hafa haft nokkur áhrif á Cucurella og hans fjölskyldu sem var að koma sér fyrir í höfuðborginni þegar brotist var inn.

Innbrot á heimili knattspyrnumanna á Englandi eru afar tíð en brotist hefur verið inn hjá Raheem Sterling og Reece James samherjum Cucurella.

Ekki kemur fram í fréttum hvort einhverju hafi verið stolið á heimili Cucurella en ensk blöð segja það hafa haft gríðarleg áhrif á hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur