fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Hart tekist á í nýjasta þættinum: Kristján öskrar á Mikael – ,,Djöfull ertu heimskur maður“

433
Laugardaginn 4. febrúar 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var hart tekist á í nýjasta þætti Þungavigtarinnar þar sem Rikki G, Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson fóru yfir málin.

Þeir ræddu úrslitaleik Þungavigtarbikarsins sem fór fram þann 1. febrúar er FH valtaði yfir Blika og vann 4-0 sigur.

Kristján bendir á að það hafi vantað marga leikmenn í lið Blika, leikmenn sem spiluðu stórt hlutverk í deildarmeistaratitlinum síðasta sumar.

,,Ég sagði ykkur þetta á miðvikudaginn, ég taldi upp einhverjar sjö eða átta alvöru byssur,“ sagði Kristján um meidda leikmenn.

,,Jason Daði, Höskuldur þeir voru besti hægri vængur deildarinnar í sumar, Oliver Sigurjónsson var besti djúpi miðjumaður deildarinnar. Þeir voru meiddir,“ bætir Kristján við og hækkaði róminn er Mikael spurði hvar þeir væru.

,,Djöfull ertu heimskur maður,“ segir Kristján þá við Mikael og bendir á að þeir gætu vel verið meiddir er mótið byrjar.

,,Þetta er liðið sem spilaði og það var enginn meiddur hjá FH og leikurinn fór 4-0 og áfram gakk. Óskar hefur áhyggjur af þessu og ég get lofað þér því. Hann á ekki að tapa leikjum 4-0 en það verður gaman að sjá hvenær þeir koma úr meiðslum. Þetta er púsluspil,“ segir Mikael.

,,Jason Daði er til dæmis meiddur því hann var í aðgerð. Þú þarft að fara í aðgerð á heila og þá kannski skilurðu það,“ svarar Kristján. Þáttinn má hlusta á hér fyrir neðan.

Þáttinn má hlusta á hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Í gær

Miðasala hafin á stórleikinn

Miðasala hafin á stórleikinn
433Sport
Í gær

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum