Miðjumaðurinn Moises Caceido vill fá að yfirgefa lið Brighton sem fyrst og hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu.
Brighton hefur hafnað tilboðum frá bæði Chelsea og Arsenal í Caicedo sem kemur frá Ekvador.
Í yfirlýsingunni tekur Caceido fram að hann sé þakklátur Brighton fyrir tækifærið í ensku úrvalsdkeildinni en vill komast annað.
Hann ætlar sér að verða sigursælasti leikmaður í sögu Ekvador og vill því skipta um félag fyrir gluggalok.
,,Ég vona að þeir geti skilið af hverju ég vil nýta þetta ótrúlega tækifæri,“ skrifar Caicedo einnig til stuðningsmanna Brighton og vonar að þeir skilji hans ákvörðun.
Caicedo segir að stuðningsmenn liðsins muni alltaf eiga sérstakan stað í hans hjarta en að nú sé kominn tími á að taka næsta skref.
Færslu hans má sjá hér.
View this post on Instagram