fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Mbappe leggur fram beiðni til yfirmanna sinna í París

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 10:30

Mbappe og Neymar ásamt Lewis Hamilton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að Kylian Mbappe hefur ansi mikið að segja með gang mála á bak við tjöldin hjá félagsliði sínu, Paris Saint-Germain.

Kappinn skrifaði undir svakalegan samning síðastliðið vor sem færir honum miklar fjárhæðir og aukin völd innan félagsins.

Nú segir enska götublaðið The Sun frá því að Mbappe hafi lagt fram beiðni til yfirmanna sinna hjá PSG.

Tengist hún félagaskiptamálum. Mbappe vill að félagið kræki í Bernardo Silva frá Manchester City.

Bernardo Silva / Getty Images

Þeir tveir þekkjast frá tíma sínum saman hjá Monaco.

Voru þeir hluti af frábæru liði sem varð Frakklandsmeistari 2017 og fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Silva er samningsbundinn Englnandsmeisturum City og ljóst að hann verður ekki fáanlegur ódýrt.

Hann hefur hins vegar verið orðaður í burtu, þá helst til Barcelona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum