fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Þetta er upphæðin sem félög gætu þurft að borga ef þau vilja Bellingham strax

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ólíklegt að Jude Bellingham yfirgefi Borussia Dortmund strax í janúarglugganum.

Bellingham er aðeins nítján ára gamall en er einn mest spennandi leikmaður heims.

Kappinn er nú þegar einn besti leikmaður enska landsliðsins og algjör lykilmaður á miðjunni hjá Dortmund.

Dortmund vill halda honum hjá sér fram á næsta sumar. Þá verður félagið líklega til í að samþykkja tilboð sem hljóðar upp á 120 milljónir evra eða meira í Bellingham.

Hins vegar gæti Dortmund íhugað tilboð í janúar ef þau hljóða upp á 150 milljónir evra eða meira.

Það er langlíklegast sem stendur að Bellingham fari til Real Madrid eða Liverpool.

Spænska blaðið AS sagði frá því í gær að hann ætli sér að setjast niður með æðstu mönnum Dortmund á næstunni og tjá þeim að hann vilji fara næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina