Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni var nú að ljúka en þar fór fram grannaslagur á Emirates í London.
Arsenal hefur byrjað tímabilið virkilega vel og tók á móti Tottenham í fjörugum leik þar sem fjögur mörk voru skoruð.
Heimamenn í Arsenal unnu þennan leik 3-1 en geta að hluta til þakkað varnarmanninum Emerson Royal sem leikur með Tottenham.
Thomas Partey og Gabriel Jesus sáu um að skora tvö mörk fyrir Arsenal áður en Emerson var rekinn af velli með beint rautt spjald á 62. mínútu.
Harry Kane hafði í millitíðinni skorað mark fyrir Tottenham úr vítaspyrnu en hann jafnaði metin á 31. mínútu áður en Jesus kom Arsenal aftur yfir.
Granit Xhaka gerði svo út um leikinn á 67. mínútu fyrir Arsenal, fimm mínútum eftir að Emerson hafði fengið beint rautt.
Hér fyrir neðan má sjá þegar Emerson fékk að líta rauða spjaldið.
Emerson Red Card 🔴 pic.twitter.com/rlQXt7X9t5
— Prem Goals (@PremierLeagueSZ) October 1, 2022