fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Gabriel bætti upp fyrir mistökin og tryggði Arsenal sigur

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. ágúst 2022 18:24

Odegaard skorar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal 2 – 1 Fulham
0-1 Aleksandar Mitrovic(’56)
1-1 Martin Ödegaard(’64)
2-1 Gabriel(’85)

Arsenal er enn með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir grannaslag við Fulham á Emirates í kvöld.

Arsenal lenti nokkuð óvænt undir í leik kvöldsins er markavélin Aleksandar Mitrovic kom boltanum í netið fyrir gestina á 56. mínútu.

Markið skrifast algjörlega á Gabriel í vörn Arsenal sem tapaði boltanum klaufalega og kom Serbinn boltanum framhjá Aaron Ramsdale.

Sú forysta entist ekki lengi en á 64. mínútu jafnaði Martin Ödegaard metin fyrir heimaliðið með skoti sem breytti um stefnu af varnarmanni.

Það var svo skúrkur fyrsta marksins, Gabriel sem tryggði stigin á 85. mínútu eftir hornspyrnu þar sem Bernd Leno, markmaður Fulham, leit ekki vel út.

Leno yfirgaf einmitt Arsenal fyrir Fulham í sumar og var ekki sannfærandi í sigurmarkinu.

Lokatölur 2-1 fyrir Arsenal sem er á toppnum með fullt hús stiga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur