fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Miklar efasemdir um Hannes sem átti svo ótrúlegan kafla: ,,Var eins og einhver bók eftir Þorgrím Þráinsson“

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. júlí 2022 13:30

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, var gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið sem er í umsjón Jóa Skúla.

Gestir þáttarins fá það verkefni að velja sitt draumalið skipað 11 leikmönnum sem þeir léku með á ferlinum en það er rætt um ýmsa aðra hluti.

Hannes tjáði sig á meðal annars um ótrúlegt ár árið 2011 er hann byrjaði að spila með KR eftir að hafa komið frá Fram.

Hannes var alveg magnaður á sínu fyrsta tímabili með KR en það voru efasemdir hjá félaginu um að semja við hann til að byrja með.

Hann átti að fara til KR ári fyrr en fékk það síðar samþykkt að spila eitt ár í viðbót með Fram og var það tímabil ekki hans besta.

,,Þetta voru tveir góðir kostir og ég elskaði alveg að vera í Fram og þótti alveg jafn vænt um það en þetta var tækifæri sem kom upp og mér fannst ég verða að loka hringnum og fara í KR þar sem það væri í boði,“ sagði Hannes.

,,KR sagði ókei að ég myndi spila 2010 tímabilið með Fram og svo kæmi ég. 2010 tímabilið var aðeins meira upp og niður hjá mér og þeir voru komnir nokkrir af þessari hugmynd. Það þurfti svolítið að sannfæra þá og þar kikkaði inn reynslan að sannfæra menn um að taka mig.“

,,Ég sat þarna fund með Rúnari Kristins og Gumma Hreiðars, ég held að Gummi hafi alltaf verið á vagninum en það voru menn í félaginu, Grétar Sigfinnur á meðal annars sem vildu ekki sjá mig. Það þurfti að vinna í Rúna og ég gerði það á þessum fundi og hann tók á endanum þessa ákvörðun sem betur fer fyrir alla held ég.“

,,Ég var high on life að vera kominn í þetta lið, eins og ég sagði þá var ég KR sjúkur þegar ég var yngri og maður fann bara í loftinu að þetta væri stærra. Ég var líka stressaður og vissi ekki hvort þetta væri of stórt skref.“

,,Svo fer þetta nokkuð vel af stað, svona neutral og maður var ekki að springa út. Turning point leikurinn á KR ferlinum og á fótboltaferlinum var í sjöundu eða áttundu umferð þegar við vinnum FH 2-0. Þá höfðum við verið að ströggla í 60 mínútur þar sem FH var með yfirhöndina og fékk svo vítaspyrnu. Ég ver þá vítaspyrnu og við það snýst leikurinn við og við vinnum 2-0. Þarna fékk ég allar fyrirsagnirnar og fékk örugglega níu eða tíu frá Henry Birgi í Fréttablaðinu og þrjú M [í Morgunblaðinu] og þetta var eins stórt og þetta verður í íslenska boltanum.“

Hannes var valinn besti maður mótsins árið 2011 og talar um þetta ár sem það besta á ferlinum ef landsliðið er sett til hliðar.

,,Maður þurfti bara að klípa sig, það var eins og ég væri að skrifa þetta handrit sjálfur og þetta var of gott til að vera satt. Við urðu bikarmeistarar líka og ég komst í landsliðið í lokinn, þetta var eins og einhver bók eftir Þorgrím Þráinsson,“ sagði Hannes.

,,Þetta var algjörlega unreal hvað þetta sprakk út og er það ár sem ég myndi alltaf velja ef ég ætti að velja ár, þá er það 2011 árið. Ef þú tekur landsliðið í sviga þá félagsliðaferillinn alltaf 2011.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Haaland svarar fyrir sig: ,,Mér er í raun alveg sama um þennan mann“

Haaland svarar fyrir sig: ,,Mér er í raun alveg sama um þennan mann“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu groddaralega framkomu í Kórnum í kvöld: Gerði dómarinn stór mistök? – ,,GALIÐ!!!“

Sjáðu groddaralega framkomu í Kórnum í kvöld: Gerði dómarinn stór mistök? – ,,GALIÐ!!!“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arnór Ingvi skoraði stórbrotið mark – Sjáðu myndbandið

Arnór Ingvi skoraði stórbrotið mark – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Smit fékk heimskulegt rautt spjald í jafntefli á Akureyri

Besta deildin: Smit fékk heimskulegt rautt spjald í jafntefli á Akureyri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United sagt vera í viðræðum við Getafe – Annað lán möguleiki

United sagt vera í viðræðum við Getafe – Annað lán möguleiki