Hörður Björgvin Magnússon mun yfirgefa CSKA Moskvu í Rússlandi í sumar. Félagið hefur staðfest þetta.
Landslismaðurinn kom til CSKA árið 2018. Samningur hans rennur út í sumar og yfirgefur hann félagið þá.
CSKA þakkar Herði fyrir sitt framlag til félagsins með færslu á Twitter í dag. Þá birti það einnig myndband sem sjá má neðst í þessari færslu.
Hörður á 39 landsleiki að baki fyrir Íslands hönd. Ásamt því að leika með CSKA hefur Hörður verið á mála hjá Juventus, Cesena, Spezia og Bristol City í atvinnumennsku.
🔚 Хёрдур Магнуссон покидает ПФК #ЦСКА
Контракт исландского защитника истекает по окончании сезона.
Мы благодарим @HordurM34 за время, проведенное с красно-синими, и желаем успехов в дальнейшей карьере! 👏🏼💔🇮🇸https://t.co/c8o9te2dlC
— ПФК ЦСКА Москва (@pfc_cska) May 20, 2022