Manchester United mun ekki halda neitt lokahóf eins og venjan er hjá íþróttafélögum eftir hörmungar tímabil.
Leikmenn félagsins vildu ekki fagna saman enda lítil sem enginn ástæða til þess að gleðjast eftir tímabilið.
United er að berjast við að halda sjötta sæti deildarinnar í síðustu umferð en liðið heimsækir Crystal Palace.
Leikmaður ársins verður valinn en afhending verðlaunanna fer fram á æfingasvæðinu frekar en í gleðskap.
Miklar hreinsanir verða hjá United í sumar en Erik ten Hag er mættur til Englands og tekur formlega við sem stjóri liðsins á mánudag.