Charlie Savage sem er 17 ára gamall hefur fengið nýjan þriggja ára samning hjá Manchester United. Þetta eru ekki nein merkileg tíðindi fyrir utan það að Savage er sonur Robbie Savage.
Savage sem var umdeildur knattspyrnumaður. Robbie átti frábæran feril sem atvinnumaður, hann ólst upp hjá Manchester United en fékk aldrei tækifæri.
Charlie lék einn leik með aðalliði félagsins í vetur en hann er 17 ára gamall. „Frábær endir á mögnuðu tímabili,“ skrifar þessi ungi drengur.
„Ég er virkilega ánægður með þetta og að halda áfram að vera hjá þessu magnaða félagi,“ skirfar Charlie en United getur framlengt samninginn til 2026 ef áhugi er fyrir.