11 ára sonur Cristiano Ronaldo virðist æfa eins og pabbi sinn og hugsa um matarræði sitt á sama hátt og faðir hans hefur gert.
Cristiano hefur verið í hópi bestu íþróttamanna í heimi um margra ára skeið en hann er þekktur fyrir að æfa meira en aðrir og hugsa betur um sig en aðrir.
Cristiano Jr er líkt og faðir sinn í herbúðum Manchester United og hefur verið að skora falleg mörk fyrir unglingalið félagsins.
Ronaldo birti mynd af sér og syni sínum í gær þar sem þeir voru á leið í kælfiklefa til að flýta endurheimt.
Hér að neðan má sjá myndina.