fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Nefnd um mál KSÍ skilar skýrslu – Starfsmaður KSÍ lét Guðna vita af kynferðisofbeldi gagnvart tengdadóttur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. desember 2021 14:11

Nefndin á fundi í dag. Mynd Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óháð nefnd ÍSI hefur lokið rannsókn á málefnum KSÍ. Nefndin var sett af stað eftir umræðu og umfjöllun um málefni landsliðsmanna og ásakanir um kynferðisbrot.

Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, er formaður úttektarnefndarinnar. Þar eiga jafnframt sæti Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, og Rán Ingvarsdóttir, lögfræðingur.

Kjartan sagði í upphafi fundar að nefndin hefði rætt við 50 aðila tengda málinu. Guðni Bergsson og stjórn KSÍ sagði af sér í lok ágúst vegna mála sem tengd eru landsliðinu.

Úttektarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að vitneskja hafi verið innan KSÍ um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir sem starfa fyrir hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi á árunum 2010 – 2021.

Frásagnir tveggja þolenda fjalla um landsliðsmenn, allt í allt þrír landsliðsmenn undir.

Í skýrslu nefndarinnar segir. „Nefndin telur ljóst að KSÍ hafði brugðist við í þremur þessara mála, annaðhvort með því að leikmaður var sendur heim úr landsliðsverkefni eða því að viðkomandi starfaði ekki aftur fyrir KSÍ,“ segir í umfjöllun.

Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ

Nefndin telur að Guðni Bergsson hafi ekki brugðist rétt við þegar hann ræddi við fjölmiðla um málið. Vitneskja hafi verið um nokkur mál.

„Það er jafnframt niðurstaða nefndarinnar að upplýsingar sem þáverandi formaður KSÍ veitti fjölmiðlum og almenningi í ágúst sl. um vitneskju KSÍ af frásögnum um ofbeldismál hafi verið villandi, enda var formaðurinn á sama tíma með á borði tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um alvarlegt kynferðisofbeldi gagnvart tengdadóttur starfsmannsins. Yfirlýsingarnar samræmdust heldur ekki vitneskju um eldri tilkynningu um kæru á hendur öðrum leikmanni vegna ofbeldis.,“ segir nefndin.

Nefndin telur að ekki sé hægt að fullyrða um hluti eins og að þöggunar og nauðgunarmenning hafi ríkt innan KSÍ.

„Úttektarnefndin telur ekki efni til að fullyrða að framganga stjórnar, framkvæmdastjóra eða annarra starfsmanna KSÍ í málinu beri almennt einkenni þöggunar- og/eða nauðgunarmenningar umfram það sem gerist í íslensku samfélagi. Fyrir liggur að stjórnarfólk, framkvæmdastjóri KSÍ og starfsfólk sem kom að málinu gerði verulegar athugasemdir við þær yfirlýsingar sem formaður lét frá sér fara,“ segir í skýrslunni.

„Að öðru leyti telur nefndin ekki forsendur til að fullyrða að fyrir hendi séu atvik í formannstíð Guðna Bergssonar sem beri sérstök einkenni þöggunar- og nauðgunarmenningar. Úttektarnefndin hefur t.d. engin gögn fundið eða aðrar vísbendingar fengið sem gefa til kynna að KSÍ hafi boðið kæranda í máli B sem kom til kasta KSÍ í mars 2018 þagnarskyldusamning eða komið með öðrum hætti að slíkum tilboðum. Þá telur nefndin sig ekki hafa neinar forsendur til að álykta að KSÍ hafi með einum eða öðrum hætti reynt að aftra því að mál B kæmi til meðferðar hjá lögreglu eða latt kæranda frá því að leita réttar síns í málinu.“

Úttektarnefndin gerir athugasemd við að Geir Þorsteinsson, þáverandi formaður KSÍ, hafi árið 2016 leitað til almannatengils í kjölfar þess að hann frétti af því að lögregla hafi verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi.

Úttektarnefndin telur ljóst að KSÍ hefur beitt sér með virkum hætti á síðustu árum til að jafna aðbúnað karla- og kvennalandsliða. Þó er ekki hægt að líta framhjá því að hlutfall kvenna sem starfa innan knattspyrnuhreyfingarinnar er lágt og ekki í takt við hlutfall kveniðkenda. Þá hefur KSÍ einnig gripið til fjölmargra aðgerða til að auka hlut kvenna innan hreyfingarinnar sem hafa gengið misjafnlega vel en ljóst er þó að stór skref hafa verið stigin í rétta átt á síðustu árum.

Það er mikilvægt að mati nefndarinnar að skýrt sé hver taki við tilkynningum eða ábendingum um meint brot landsliðsmanna. Segir einnig að ekkert sé í aðstæðum hjá KSÍ sem hamli því að konur taki virkari þátt í starfinu.

„Boltinn er núna hjá KSÍ eða ÍSI um hvaða stefnu þau ætla að taka í vali á leikmönnum í landsliðið,“ sagði formaður nefndarinnar meðal annars.

Engir einstaklingar eru nafngreindir í skýrslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær