Hector Bellerin er farinn frá Arsenal og til Real Betis í Sevilla á Spáni. Hann gerir lánssamning við spænska félagið.
Hector Bellerin er hægri bakvörður en hann gekk til liðs við Arsenal árið 2013 og spilaði 183 leiki fyrir félagið. Leikmaðurinn var afar efnilegur á sínum tíma og eftirsóttur af stórliðum en hann var mikið meiddur á tíma sínum hjá Arsenal. Hann hefur ekki komið við sögu hjá liðinu á þessari leiktíð.
Real Betis hefur ekki farið neitt sérstaklega af stað í deildinni í vetur en liðið er í 14. sæti með 2 stig eftir þrjá leiki.
Wishing you all the best with @RealBetis this season, @HectorBellerin 🤝
— Arsenal (@Arsenal) August 31, 2021
✍🆕💚😊
Here we go again! pic.twitter.com/xAJ7NqLjki
— Real Betis Balompié (@RealBetis_en) August 31, 2021