fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Arnar íhugaði ekki að segja af sér – Landsliðsmennirnir „hræddir við að segja eitt rangt orð“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 15:24

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú fer fram blaðamannafundur vegna landsleiks karlaliðs Íslands gegn Rúmeníu á fimmtudaginn. Blaðamannafundurinn var mun fjölmennari en algengt er, án efa vegna umfjöllunarinnar um KSÍ undanfarna daga. Allir stjórnarmeðlimir KSÍ hættu í stjórninni í gær í kjölfar umfjöllunarinnar og gagnrýni á stjórnina en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, er ennþá framkvæmdastjóri.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, tók við spurningum strax í upphafi fundarins. Fyrst var Arnar spurður hvernig honum líður eftir undanfarna daga. „Það er ekkert launungarmál að þetta er búið að vera mjög erfitt. Sem nýtt verkefni í mínu starfi er að halda utan um þetta, halda utan um hópinn, ná leikmönnunum í rétt hugarfar fyrir þessa mikilvægu leiki. Ég ætla ekki að útskýra það meira, þetta er mjög erfitt fyrir alla,“ sagði hann.

Arnar var þá spurður hvernig stemningin er í hópnum. „Sem betur fer eru þessir leikmenn mjög reyndir og hafa gengið í gegnum mikið á sínum ferli og hafa náð ótrúlegum árangri. Til þess að ná árangri þarftu að geta einbeitt þér að þeim hlutum sem þú hefur stjórn á. Það er grunnurinn á því að geta staðið sem íþróttamaður,“ segir hann.

„En ég er með hóp, ekki bara leikmenn, sem eru saman í búbblu inni á hóteli. Þessi hópur hefur ekki gert neitt af sér, það er mjög erfitt fyrir leikmenn að liggja sjálfkrafa undir grun um eitthvað sem þeir hafa ekki sjálfir gert. Það er mjög erfitt núna að segja eitthvað rétt, það er einhvern veginn allt rangt. Það þýðir ekki að okkur sé sama en það er rosalega mikilvægt fyrir fólk að gera sér grein fyrir því að það er rosalega erfitt fyrir leikmenn að sitja fyrir svörum því þeir geta sagt eitthvað rangt.“

Þá sagði Arnar að leikmenn sem meiddust í leikjum á sunnudaginn hafi átt erfitt með að segja að þeir séu meiddir, þá vegna þess að fólk gæti talið að það þýði að þeir hafi framkvæmt einhver ofbeldisverk.

„Staðan á hópnum gagnvart meiðslum er í fínu lagi, við erum á góðu róli þar. Leikmennirnir hafa fengið leyfi frá mér, Eiði og teyminu, þeir þurfa ekki að vera í 100% fókus í leiknum á móti Rúmeníu. Við verðum að fá að taka þetta á réttum forsendum og fá að vinna okkar vinnu í friði. Leikmennirnir eru hérna því þeir elska Ísland og þeir elska að spila fyrir Ísland.

Hugsaði ekki um að hætta

Blaðamaður spurði þá hvort Arnar hafi íhugað að segja starfi sínu lausu eftir undanfarna daga. „Ákvörðun stjórnar get ég ekki tjáð mig um og ég vil ekki tjá mig um hana. Eins og ég sagði áðan þá er erfitt að finna réttu orðin. Ég sjálfur hef aldrei hugsað um að ganga til hliðar eða hætta. Mitt starf, sem ég er að gera núna, ég gæti ekki verið stoltari af því sem ég er að gera,“ segir Arnar og bendir á að ástandið núna sé afar óvenjulegt.

„Hvernig á ég að ganga frá því hlutverki þar sem þessir drengir eru að lifa sinn draum, ég er að lifa minn draum. Ég vil ná árangri sem landsliðsþjálfari, er það erfitt? Já það er erfitt. Eru forsendurnar öðruvísi en þegar ég tók við í desember? Já.“

Þá segir Arnar ástandið vera erfitt fyrir þá leikmenn sem eru saklausir og starfsfólkið líka. „Það er ómögulegt fyrir leikmennina sem eru saklausir og starfsfólkið að standa undir þessu málefni,“ segir hann og ítrekar að hann hafi ekki hugsað um að hætta sem þjálfari liðsins. Hann segir leikmennina vera hrædda við að segja eitthvað rangt. „Þeir eru ekki hræddir við að tala við fjölmiðla, þeir þekkja ykkur alla, en þeir eru hræddir við að segja eitt rangt orð.“

„Stærsti stormur sem knattspyrnuþjóðin hefur nokkurn tíma lent í“

Arnar var þá spurður hvort hann myndi taka það í mál ef stjórn KSÍ þyrfti að samþykkja alla leikmenn sem hann ákveður að velja í landsliðið.

„Það mun ég ekki samþykkja, aldrei, sem þjálfari. Þegar það er búið að vinna úr þessum málum, knattspyrnuhreyfingin verður að fá tíma til að vinna úr þessum málum. En það er alveg ljóst að ég sem þjálfari get ekki verið að standa í því að hringja, senda tölvupósta til að vita hverja ég má velja í leiki. Það getur enginn þjálfari staðið undir því. Það hlýtur að vera nóg þegar ég er búinn að velja að þeir séu með íslenskt vegabréf,“ segir hann.

„Við erum í einhverjum stærsta stormi sem knattspyrnuþjóðin hefur nokkurn tíma lent í og við verðum að taka lítil hænuskref til að komast úr þessum skafli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning