fbpx
Föstudagur 23.október 2020
433Sport

Jafntefli í baráttunni um Bítlaborgina

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 17. október 2020 13:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í grannslag í ensku úrvalsdeildinni. Leikið var á Goodison Park í Liverpool í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á varamannabekk Everton en kom inn á þegar 72. mínútur voru liðnar af leiknum.

Everton hafði unnið alla leiki sína í deildinni fram að þessu. Liverpool vildi komast aftur á beinu brautina eftir slæmt tap gegn Aston Villa í seinustu umferð.

Það var Sadio Mané sem kom Liverpool yfir með fyrsta marki leiksins er hann kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Andy Robertson á 3. mínútu.

Everton fékk hornspyrnu á 19. mínútu. James Rodriguez tók spyrnuna, hún rataði á kollinn á Michael Keane sem jafnaði leikinn fyrir heimamenn. Staðan í hálfleik var 1-1.

Á 72. mínútu barst boltinn til Mohamed Salah í vítateig Everton. Hann skaut að marki og kom Liverpool yfir.

Leikmenn Everton neituðu hins vegar að gefast upp. Á 81. mínútu Skoraði Dominic Calvert-Lewin sitt sjöunda mark í deildinni þegar hann jafnaði leikinn.

Á 88. mínútu fékk Richarlison, leikmaður Everton, rauða spjaldið fyrir tæklingu á Thiago Alcantara. Everton lék því manni færri síðustu mínúturnar.

Jordan Henderson, leikmaður Liverpool, kom boltanum í netið í uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð, niðurstaðan því 2-2 jafntefli. Everton er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 13 stig. Liverpool er í 2. sæti með 10 stig.

Everton 2 – 2 Liverpool
0-1 Sadio Mané (‘3)
1-1 Michael Keane (’19)
1-2 Mohamed Salah (’72)
2-2 Dominic Calvert-Lewin (’81)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Veiran heldur áfram að greinast í Ronaldo – Fær ekki að mæta Barcelona

Veiran heldur áfram að greinast í Ronaldo – Fær ekki að mæta Barcelona
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skorar á leiðtoga út um allan heim að skoða ástandið – „Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa fólkið sitt“

Skorar á leiðtoga út um allan heim að skoða ástandið – „Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa fólkið sitt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fimm leikmenn sem Klopp er sagður með á innkaupalista sínum

Fimm leikmenn sem Klopp er sagður með á innkaupalista sínum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Solskjær að brjálast – Ömurlegt viðhorf og í tvígang of seinn

Solskjær að brjálast – Ömurlegt viðhorf og í tvígang of seinn
433Sport
Í gær

KSÍ staðfestir tíðindin um að æfingar séu nú leyfðar á höfuðborgarsvæðinu

KSÍ staðfestir tíðindin um að æfingar séu nú leyfðar á höfuðborgarsvæðinu
433Sport
Í gær

Eftir einnar nætur gaman í Reykjavík er Greenwood nú í klípu hjá United

Eftir einnar nætur gaman í Reykjavík er Greenwood nú í klípu hjá United