Félög í ensku úrvalsdeildinni eru byrjuð að kalla menn heim, mörg félög gáfu erlendum leikmönnum færi á að fara til heimalandsins.
Þannig hafa nokkrir leikmenn United dvalið í heimalandi sínu og má þar nefna Bruno Fernandes og Victor Lindelöf. Félagið hefur beðið þá um að koma sér aftur til Manchester. Chelsea og Wolves hafa gert slíkt hið sama.
,,Stóra breytingin hjá okkur eru að við æfum saman alla morgna núna. Leikmenn sem dvalið hafa erlendis eru á leið til Manchester,“ sagði Luke Shaw um stöðuna hjá félaginu.
Félög í deildinni vonast til þess að geta hafið æfingar um eða eftir aðra helgi. Beðið er eftir ákvörðun frá ríkisstjórn Boris Johnson á mánudag.
„Menn spjalla saman fyrir æfingu og reyna að komast í gírinn, svo tökum við æfingu saman til að koma okkur í gang aftur.“
Stefnt er að því að hefja mótið aftur um miðjan júní en óvíst er hvort það takist vegna kórónuveirunnar.