fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Garðar hjólar í KSÍ og segir hurðinni skellt á nefið: „Einungis kaldar kveðjur beint í andlitið“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 09:45

Frá Laugardalsvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðar Örn Hinriksson fyrrum dómari, sendir KSÍ fremur kaldar kveðjur í pistli sem hann ritar á Fótbolta.net í dag. Þar fer hann yfir það hvernig komið var fram við sig þegar hann hætti að dæma.

Garðar var lengi vel einn fremsti dómari landsins þó hann hafi reyndar verið umdeildur í starfi, hann var ekki allra en hann komst langt í starfi og þótti afar góður.

,,Ég hóf feril minn sem knattspyrnudómari fyrir alvöru árið 1989 og lagði flautuna á hilluna árið 2016. Hjá knattspyrnusambandinu starfaði ég frá 1994 til 2016. Á þessum tíma var ég alþjóðlegur dómari frá 2005 til 2009 og efstudeildadómari frá 1998 til 2016. Maður hefði haldið að eftir allan þennan tíma fengi maður einhverskonar viðurkenningu eða þakklætisvott frá knattspyrnusambandinu fyrir störf sín en svo er ekki og það þykir mér óskaplega dapurt,“ skrifar Garðar á Fótbolta.net.

Hann segir dómara ekki fá sömu viðurkenningu og leikmenn eða aðrir, hann skrifar pistil sinn í kringum þær viðurkenningar sem KSÍ veitti á síðasta ársþingi.

,,Reyndar er hálf ömurlegt hvernig er komið fram við dómara sem hafa eytt stórum hluta ævi sinnar við að vinna fyrir sambandið þegar þeir hætta. Það er ekki einu sinni sagt takk! Og þetta virðist eiga við um alla dómara sem hafa hætt svo ég viti til. Alþjóðlegir dómarar, sem eru í raun landsliðsmenn á meðal dómara, fá ekki einu sinni þakklætisvott frá sambandinu. Einungis kaldar kveðjur beint í andlitið eftir áralangt starf.“

Hann segir að þegar hann hafi ákveðið að hætta að dæma hafi það verið stutt kveðja sem hann fékk.

,,Hurðinni skellt beint á nefið þegar maður gengur út! Ég er ekki að fara fram á það að fara á fund hjá knattspyrnusambandinu og fara heim með fullar hendur af viðurkenningum og gjöfum. Mér finnst bara að KSÍ mætti sýna dómurum meiri virðingu en þeir gera og sýna það hversu mikilvægir þeir eru. Dómarar eru ekkert minna mikilvægir en leikmenn sem hafa náð 100 landsleikjum eða fólk sem hefur unnið önnur mikilvæg störf fyrir sambandið. Þetta er í raun, “Ertu að hætta? Ok, bæ!.“

Tekið á Landsdómararáðstefnu 2005 sem haldin var á Selfossi 22. – 24. apríl 2005.
Garðar Örn Hinriksson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Í gær

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Í gær

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn