fbpx
Fimmtudagur 17.október 2019  |
433Sport

Hjörvar kveðst ekki vera heimskur og svarar Hannesi: „Happy wife, happy life“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. júní 2019 12:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson, besti markvörður í sögu íslenska landsliðsins hefur verið mikið í fréttum síðustu daga. Hannes fékk frí hjá Val síðustu helgi, vegna meiðsla. Sökum þess gat hann farið í brúðkaup aldarinnar, á Lake Como. Þar gengu Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir í það heilaga.

Mikið hefur verið rætt og ritað um málið, sumir héldu því fram að ákvæði um þetta væri í samningi Hannesar við Val. Hannes tjáði sig um málið við fjölmiðla eftir tap Vals gegn KR í gær, þar sem markvörðurinn hafði náð heilsu á ný.

Smelltu hér til að sjá viðtalið við Hannes

Hannes var meðal annars að svara Hjörvari Hafliðasyni í viðtali sínu í gær. Hjörvar sló því fram að Hannes hefði samið við Val um að fara í brúðkaupið, þegar hann skrifaði undir í apríl. Hjörvar svaraði Hannesi svo í Dr. Football þætti sínum í dag.

,,Í raun og veru er ekkert mál, Hannes Þór fer í brúðkaup hjá manni, sem er besti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Virðing á hann, fær boðið og mætir. Hann spilar landsleik á þriðjudegi og þetta brúðkaup er svo síðasta laugardag. Hann meiðist í leiknum og fer í þetta brúðkaup, Óli Jó leyfir honum að fara til Ítalíu. Ég skil Hannes mjög vel, það er eitt prinsipp sem ég er með í lífinu. Happy wife, happy life. Skrifið þetta niður,“ sagði Hjörvar um málið.

Hjörvar telur að Hannes hafi látið Val vita í apríl að hann færi í brúðkaupið, hann hafi ætlað að fara en meiðslin voru þó til staðar.

,,Hann hefur væntanlega fengið boð þegar hann leikur í Aserbaídsjan, hann segist mæta þá. Svo breytast aðstæður hjá honum, hann fer í Val. Hann skrifar undir og segir ´Þessa daga hér er ég því miður staddur við Como vatn á Ítalíu, ég missi af ÍBV leiknum´,“ sagði Hjörvar en Hannes fékk frí síðustu helgi og fór í brúðkaupið.

Hjörvar segir að ekki sé hægt að fara í svona brúðkaup án þess að undirbúa það vel. Hannes tók ákvörðun seint í síðustu viku að fara vegna meiðsla, það hefur hann sagt í viðtölum. Hjörvar kaupir það ekki, hann kveðst ekki vera svona heimskur.

,,Ég mæti Brennsluna 07:00 í gær og segi bara að hann hafi verið búin að semja um þetta, munnlega. Hafliðason er ekki svona heimskur, auðvitað veit ég að flugið var ekkert allt í einu klárt eftir að hafa meiðst gegn Tyrkjum. Suit-Up gallinn var ekkert allt í einu klár eftir að hafa meiðst á móti Tyrkjum, gistingin við Como vatn var ekkert klár á 0,1. Allur þessi pakki að henda sér í svona brúðkaup, börnin í pössun. Ég styð þetta samt, happy wife, happy life.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Stjörnurnar þurftu að æfa í hörmulegu veðri – Stjórinn er harðhaus

Sjáðu myndirnar: Stjörnurnar þurftu að æfa í hörmulegu veðri – Stjórinn er harðhaus
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið: Sá besti grét í beinni er hann tjáði sig um skammarlega hegðun – Kallar eftir löngu banni

Sjáðu atvikið: Sá besti grét í beinni er hann tjáði sig um skammarlega hegðun – Kallar eftir löngu banni
433Sport
Í gær

Er þetta liðið sem Mourinho myndi vilja búa til hjá Tottenham?

Er þetta liðið sem Mourinho myndi vilja búa til hjá Tottenham?
433Sport
Í gær

Aguero klessukeyrði Ranger Rover bíl sinn í morgun: Sjáðu myndina

Aguero klessukeyrði Ranger Rover bíl sinn í morgun: Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Tölfræði Romero er miklu betri en De Gea

Tölfræði Romero er miklu betri en De Gea
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool kominn í heimsmetabók Guinness

Leikmaður Liverpool kominn í heimsmetabók Guinness
433Sport
Í gær

Sjáðu Birki Bjarnason mæta til Katar: Læknisskoðun í dag og fyrsta æfing á morgun

Sjáðu Birki Bjarnason mæta til Katar: Læknisskoðun í dag og fyrsta æfing á morgun
433Sport
Í gær

Þetta þénuðu frægustu einstaklingar heims á Instagram á síðasta ári: Ronaldo fékk 6 milljarða

Þetta þénuðu frægustu einstaklingar heims á Instagram á síðasta ári: Ronaldo fékk 6 milljarða