fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Liðsfélagi Gylfa hjólar í pabba sinn: „Ekki tala um líf mitt“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. nóvember 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Moise Kean, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton er ekki sáttur með að faðir hans sé að röfla í fjölmiðlum.

Kean kom til Everton í sumar frá Juventus en hefur ekkert getað, faðir hans sagði það hafa verið mistök að fara til Everton.

Þessi 19 ára framherji kostaði 27 milljónir punda en á eftir að skora í deildinni. ,,Ekki tala um líf mitt þegar ég fer ekki eftir þínum ráðum, ég óttast ekki erfiða tíma,“ sagði Kean.

,,Það besta frá mér mun koma, þetta herðir mig í þeim markmiðum,“ sagði framherjinn sem er óhress.

Faðir hans hafði sagt. ,,Að senda hann til Englands, voru mistök. Hann er of ungur, honum líður ekki vel hjá Everton. Ég var aldrei sáttur með að hann færi þangað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga