fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Eiður Smári um stöðu Gylfa Þórs á Englandi: „Það eru allir Íslendingar að reyna að finna eitthvað“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 12:18

Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands ræddi stöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton. Það gerði hann í hlaðvarpsþættinum, Fantasy​Gandalf sem Hugi Halldórsson og Ingimar Helgi stýra.

Eiður sem er sérfræðingur Símans um enska boltann ræddi stöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar í landsliðinu, Gylfi hefur verið á bekknum hjá Everton í síðustu leikjum.

,,Erfitt að segja hvað er í gangi;“ sagði Eiður í þættinum og ræddi svo um það hvar Gylfi eigi að spila og þá umræðu.

,,Mér finnst þessi umræða um hann þegar hann er í holunni, þá á hann að vera neðar. Þegar hann er að spila sem átta, þá á hann að vera í holunni. Það er eins og við séum aldrei búin að finna stöðu fyrir Gylfa, í umræðunni.“

Gylfi hefur að mati Eiðs ekki spilað vel og því er kannski eðlilegt að Marco Silva, stjóri Everton setji hann á bekkinn. ,,Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem er hægt að segja að Gylfi hefur ekki byrjað tímabilið vel. Ekki spilað nógu vel, það er hægt að kenna liðinu um það, það er hægt að segja að hann eigi að bíta á jaxlinn. Menn hafa alveg lent í því að sitja aðeins á bekknum og líta í eigin barm, með gæðin sem Gylfi hefur á hann að gera meira, þarf að fá að njóta sín meira. Þegar gengi liðsins er eins og það er, svo fyrsti leikurinn sem hann er settur á bekkinn, þá vinna þeir. Þó hann skori, þá er þjálfarinn að hugsa um allan hópinn. Af hverju þá að breyta?.“

Eiður telur að það horfi til betri vegar og að Gylfi komist aftur í liðið.

,,Ég trúi því ekki að hann verði á bekknum, mikið lengur. Gefum honum smá kælingu og fá svör frá honum, það kemur á næstunni. Það eru allir Íslendingar að reyna að finna eitthvað, við viljum vernda okkar mann. Við viljum sjá hann á vellinum, ég hef ekki áhyggjur af því að hann verði á bekknum lengi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hefði aldrei selt Trossard

Hefði aldrei selt Trossard
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnór Ingvi á leið heim?

Arnór Ingvi á leið heim?
433Sport
Í gær

Urðaði yfir heimsfrægan mann og lýsti hegðun hans ítarlega – „Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn“

Urðaði yfir heimsfrægan mann og lýsti hegðun hans ítarlega – „Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn“
433Sport
Í gær

Reynir að snúa hörmulegu gengi liðsins við – Fann leikmann í Ekvador

Reynir að snúa hörmulegu gengi liðsins við – Fann leikmann í Ekvador
433Sport
Í gær

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið