fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Eiður Smári um stöðu Gylfa Þórs á Englandi: „Það eru allir Íslendingar að reyna að finna eitthvað“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 12:18

Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands ræddi stöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton. Það gerði hann í hlaðvarpsþættinum, Fantasy​Gandalf sem Hugi Halldórsson og Ingimar Helgi stýra.

Eiður sem er sérfræðingur Símans um enska boltann ræddi stöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar í landsliðinu, Gylfi hefur verið á bekknum hjá Everton í síðustu leikjum.

,,Erfitt að segja hvað er í gangi;“ sagði Eiður í þættinum og ræddi svo um það hvar Gylfi eigi að spila og þá umræðu.

,,Mér finnst þessi umræða um hann þegar hann er í holunni, þá á hann að vera neðar. Þegar hann er að spila sem átta, þá á hann að vera í holunni. Það er eins og við séum aldrei búin að finna stöðu fyrir Gylfa, í umræðunni.“

Gylfi hefur að mati Eiðs ekki spilað vel og því er kannski eðlilegt að Marco Silva, stjóri Everton setji hann á bekkinn. ,,Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem er hægt að segja að Gylfi hefur ekki byrjað tímabilið vel. Ekki spilað nógu vel, það er hægt að kenna liðinu um það, það er hægt að segja að hann eigi að bíta á jaxlinn. Menn hafa alveg lent í því að sitja aðeins á bekknum og líta í eigin barm, með gæðin sem Gylfi hefur á hann að gera meira, þarf að fá að njóta sín meira. Þegar gengi liðsins er eins og það er, svo fyrsti leikurinn sem hann er settur á bekkinn, þá vinna þeir. Þó hann skori, þá er þjálfarinn að hugsa um allan hópinn. Af hverju þá að breyta?.“

Eiður telur að það horfi til betri vegar og að Gylfi komist aftur í liðið.

,,Ég trúi því ekki að hann verði á bekknum, mikið lengur. Gefum honum smá kælingu og fá svör frá honum, það kemur á næstunni. Það eru allir Íslendingar að reyna að finna eitthvað, við viljum vernda okkar mann. Við viljum sjá hann á vellinum, ég hef ekki áhyggjur af því að hann verði á bekknum lengi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Smáþjóðin hirðir metið af Íslandi

Smáþjóðin hirðir metið af Íslandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

McTominay gerði gott betur en Ronaldo

McTominay gerði gott betur en Ronaldo
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Í gær

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn
433Sport
Í gær

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins