fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433

Barton hraunar yfir Jurgen Klopp: Það er eitthvað mikið að þessum manni

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. janúar 2018 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joey Barton er enginn aðdáandi Jurgen Klopp, stjóra Liverpool og hefur verið afar duglegur að láta hann heyra það í gegnum tíðina.

Barton kallaði hann klappstýru á dögunum og sagði að það eina sem hann væri góður í væri að hvetja leikmenn sína áfram á hliðarlínunni.

Liverpool tapaði illa fyrir WBA í enska FA-bikarnum um helgina, 2-3 og eru úr leik í bikarnum en liðið fékk á sig þrjú ódýr mörk í fyrri hálfleik.

„Hann þarf að láta rannsaka sig, það er eitthvað mikið að þessum manni. Það er ekkert plan B hjá honum. Hann er það þrjóskur að ef að plan A virkar ekki, þá heldur hann bara áfram með plan A,“ sagði Barton.

„Van Dijk er góður leikmaður en ef þú varst að sjá hann í fyrsta skiptið í vörninni á laugardaginn þá leit hann skelfilega út. Þú gætir sett hvaða varnarmann sem er í heiminum þarna inn og hann myndi lenda í veseni.“

„Þeir héldu ekki stöðu gegn WBA og hugarfar leikmannanna var ömurlegt. Tíu skot á markið og níu mörk og þetta á að vera frábær stjóri og þjálfari. Þegar Liverpool sækir eins og þeir gera stundum þá eru þeir óstöðvandi.“

„Þeir munu hins vegar aldrei vinna neitt á meðan þeir verjast eins og þeir gera. Þeir voru hrein hörmung gegn WBA. Þeir sakna Coutinho, varnarleikurinn er afleitur og maður er farinn að halda að þetta lið muni aldrei vinna neitt undir stjórn Klopp,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt