fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
433

Heimir: Belgía gætu verið Heimsmeistarar þegar við mætum þeim

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Þetta er bara gott, þetta eru góaðr þjóðir. Við teljum okkur eiga góðan möguleika á móti þeim, við hræðumst ekki þenann riðil,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands um dráttinn í Evrópudeildina.

Dregið var í Þjóðardeild UEFA í fyrsta sinn í dag en um er að ræða nýja keppni sem gefur möguleika á að tryggja sig inn á Evrópumótið. Ísland er í A-deild sem er sterkasta deildin.

Ísland verður í riðli 2 með tveimur stórþjóðum en um er að ræða Sviss og Belgíu. Leikið verður í september, október og nóvember 2018 og mun sigurvegari hvers riðils fara í úrslitakeppni í júní 2019 þar sem barist verður um sigur í keppninni. Þau fjögur lið sem lenda í neðsta sæti í sínum riðlum falla niður í deild B.

,,Ég veit svo sem ekki hvað orðið stórþjóð merki en það hefði kannski verið eitthvað meira sexy. Það hefðu getað verið Heimsmeistarar eða Evrópumeistarar með okkur, á móti getum við gert góða hluti í þessum riðli. Þetta eru tvær þóðir sem ná yfirleitt í góð úrslit, Sviss hafa verið stöðugir í úrslitum og tapa bara einum leik í undankeppni HM.“

,,Belgía gæti svo alveg verið Heimsmeistarar þegar við mætum þeim í haust, þeir hafa frábæra leikmenn sem eru á besta aldri. Það gæti farið svo að við mætum Heimsmeisturum í haust.“

Ísland mætti Sviss árið 2013 og Belgíu í æfingarleik árið 2014. ,,Það gæti gefið okkur sjálfstraust að hafa mætt þeim, við spiluðum fínan æfingarleik við Belga þrátt fyrir tap. 4-4 jafntefli við Sviss í Bern var svo snúningspunktur hjá liðinu, það gaf mikið sjálftraust og sýndi að við gætum gert allt.“

,,Það getur skipt gríðarlega miklu máli á að falla ekki úr A-deildinni, þá verðum við líklega í fyrsta styrkleikaflokki þegar það er dregi í undankeppni EM í desember. Við gætum þá forðast tíu bestu þjóðir Evrópu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kveikti í eftir fréttir dagsins – Sjáðu myndbandið

Kveikti í eftir fréttir dagsins – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu hjartnæma kveðju Trent nú þegar hann fer frá Liverpool

Sjáðu hjartnæma kveðju Trent nú þegar hann fer frá Liverpool
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kostulegt atvik í enska boltanum – Vardy tók flautuna af dómaranum til að bjarga honum

Kostulegt atvik í enska boltanum – Vardy tók flautuna af dómaranum til að bjarga honum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfest að Trent fer frítt frá Liverpool í sumar

Staðfest að Trent fer frítt frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Saka á sér draum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Patrick með sjálfsmark er FH fór illa með Valsmenn

Besta deildin: Patrick með sjálfsmark er FH fór illa með Valsmenn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hættur og er að taka við brasilíska landsliðinu

Hættur og er að taka við brasilíska landsliðinu
433Sport
Í gær

Bayern Munchen er meistari 2025

Bayern Munchen er meistari 2025
433Sport
Í gær

Kane var tilbúinn að fagna titlinum áður en skellurinn kom

Kane var tilbúinn að fagna titlinum áður en skellurinn kom