fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433

Segir tölur um laun Sanchez bull – Þénar sama og Pogba og Zlatan

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. janúar 2018 19:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miguel Delaney ritstjóri Independent skrifar áhugaverða grein í kvöld um félagaskipti Alexis Sanchez.

Manchester United hefur staðfest kaup sína á Sanchez en það var gert nú rétt í þessu. Sanchez skrifaði undir samning við United í dag en hann kemur frá Arsenal.

Sanchez mun klæðast treyju númer 7 hjá Manchester United. Hann kemur til United í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan sem fer til Arsenal og gerir samning við félagið.

Sögur hafa verið á kreiki um að Sanchez verði lang launahæsti leikmaður deildarinnar, Independent segir það bull og vitleysu.

Sum blöð hafa sagt að Sanchez þéni 600 þúsund pund á viku og önnur 450 þúsund pund á viku.

Independent fullyrðir hins vegar að United borgi Sanchez ekki meira en það sem Paul Pogba og Zlatan Ibrahimovic þéna. Það er í kringum 300 þúsund pund á viku í föst laun.

United borgaði hins vegar upphæðir til umboðsmanns Sanchez og til hans fyrir að velja United, upphæðir sem önnur félög vildu ekki greiða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Í gær

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Í gær

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi