fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Sjö leikmenn sem Liverpool íhugar að selja

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 2. ágúst 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool á Englandi hefur fengið til sín öfluga leikmenn í sumar og ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð.

Liverpool keypti miðjumennina Naby Keita og Fabinho áður en markvörðurinn Alisson var fenginn frá Roma.

Alisson varð dýrasti markvörður heims er hann gekk í raðir Liverpool en hann kostaði 67 milljónir punda.

Nokkrir leikmenn gætu yfirgefið Liverpool í sumar eftir þessi kaup en félagið þarf að jafna út bankabókina.

The Mirror tók saman lista yfir sjö leikmenn sem gætu verið til sölu í sumar og má sjá listann hér fyrir neðan.

Danny Ings

Ings kom til Liverpool frá Burnley árið 2015 en meiðsli hafa sett stórt strik í reikning framherjans. Hefur lítið sem ekkert spilað.

Divock Origi

Origi kom til Liverpool frá Lille árið 2014 en Brendan Rodgers fékk hann til félagsins. Var í láni hjá Wolfsburg á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði sex mörk.

Simon Mignolet

Mignolet vill ekki vera þriðji markvörður Liverpool á næstu leiktíð og er orðaður við Barcelona.

Lazar Markovic

Það hefur ekkert gengið hjá Serbanum á Anfield. Var talinn mikið efni á sínum tíma er hann kom til liðsins frá Benfica. Anderlecht, Getafe og Leganes hafa áhuga.

Pedro Chirivella

Rosenborg í Noregi hefur áhuga á þessum 21 árs gamla leikmanni sem hefur undanfarna mánuði spilað í Hollandi á láni.

Marko Grujic

Grujic var sá fyrsti sem Jurgen Klopp fékk til félagsins en hann var í láni hjá Cardiff á síðustu leiktíð. Gæti verið fáanlegur á 15 milljónir punda.

Sheyi Ojo

Ekki er líklegt að Liverpool selji Ojo sem var í láni hjá Fulham á síðustu leiktíð. Félagið er þó tilbúið að lána hann aftur í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ætlar að ræða við forseta félagsins – Vill ekki senda Messinho til Englands

Ætlar að ræða við forseta félagsins – Vill ekki senda Messinho til Englands
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ferð með Alberti og Gumma Ben seldist á meira en fimm milljónir

Ferð með Alberti og Gumma Ben seldist á meira en fimm milljónir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Haaland svarar fyrir sig: ,,Mér er í raun alveg sama um þennan mann“

Haaland svarar fyrir sig: ,,Mér er í raun alveg sama um þennan mann“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu groddaralega framkomu í Kórnum í kvöld: Gerði dómarinn stór mistök? – ,,GALIÐ!!!“

Sjáðu groddaralega framkomu í Kórnum í kvöld: Gerði dómarinn stór mistök? – ,,GALIÐ!!!“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Liverpool hafði betur í markaleik á Anfield

England: Liverpool hafði betur í markaleik á Anfield
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Maguire í kapphlaupi við tímann – Gæti misst af stórleiknum

Maguire í kapphlaupi við tímann – Gæti misst af stórleiknum
433Sport
Í gær

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“
433Sport
Í gær

United sagt vera í viðræðum við Getafe – Annað lán möguleiki

United sagt vera í viðræðum við Getafe – Annað lán möguleiki