fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Neytendur

Sykurminni en sælgæti en smekkfull af sætuefnum

Ekki er allt hollt sem finna má í heilsurekkum verslana – Sumt hlaðið sykri – DV kannaði innihaldið í 12 prótínstykkjum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. janúar 2017 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú stendur yfir hin árlega tíð heilsuátaka þar sem landsmenn fjárfesta í líkamsræktarkortum og flykkjast þangað í von um að halda áramótaheit. Hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl fylgir bætt mataræði og freistast margir til að leita á náðir fæðubótarefna til að ná markmiðum sínum. Ágæti þeirra er og hefur um árabil verið umdeilanlegt en einn liður í fæðubótarlífsstílnum er að fólk sporðrennir prótíni í umtalsverðu magni, meðal annars í formi prótínstykkja. Þykja þau prýðisgóð leið til að seðja hungrið milli mála og fá um leið skot af þessu mikilvæga byggingarefni vöðva í kroppinn.

Mikil bylting hefur orðið í framleiðslu prótínstykkja líkt og öðrum fæðubótarefnum á undanförnum árum þar sem þau eru orðin bragðbetri en þau voru í eina tíð en um leið hefur magn viðbætts sykurs í innihaldslýsingum virst minnka. Ekki er það þó raunin með öll þau ótalmörgu prótínstykki sem í boði eru í verslunum landsins. DV ákvað að kanna innihaldið í tólf stykkjum, sem valin voru því sem næst af handahófi, og finna má í heilsuvöruhorni Hagkaups í Kringlunni.

Skemmst er frá því að segja að flest þeirra reyndust, miðað við innihaldslýsingu, innihalda tiltölulega lítið af sykri. En það prótínstykki sem verst kom út innihélt þó sem nemur 9 sykurmolum, eða 18 grömm af sykri í 64 gramma stykki. Það sem best kom út inniheldur aðeins 1 gramm af sykri. Aðeins eitt íslenskt prótínstykki komst á blað. Það er Styrkur frá sælgætisverksmiðjunni Freyju sem framleitt er í samstarfi við athafnamennina Ívar Guðmundsson og Arnar Grant. Eitt 44 gramma stykki af Styrk inniheldur 13 grömm af sykri.
Taka skal fram að í innihaldslýsingum stykkjanna er ekki gerður greinarmunur á viðbættum sykri og þeim sykri sem finna má af náttúrunnar hendi í mörgu.

Annað sem vakti athygli er magn af sykuralkóhóli (e. polyols) í stykkjunum sem eru margvísleg sætuefni sem bætt er við til að vega upp á móti sætunni sem glatast með minni viðbættum sykri. Polyols eru nánar útskýrð í aukaefni með þessari grein. Þá segir uppgefið sykurmagn kannski ekki allt þar sem sykur á sér mörg andlit í innihaldslýsingum matvæla, meðal annars í formi ýmiss konar sírópa. En allt er gott í hófi, líka meint hollustustykki. Vertu þó viss um að vera að fá það skásta þegar kemur að hollustunni og glöggvaðu þig á þessum lista.


Snickers

Berðu sælgætið saman við heilsustykkin
Snickers

Snickers (50 gr.)

Innihald í 100 gr.

Kcal: 481

Kolvetni: 60,5 gr.

-Þar af sykur: 51,8 gr.

  • Þar af polyols (sætuefni): Ótilgreint

Prótín: 8,6 gr.

Verð: 119 kr.

Sykurinnihald í einu 50 gr. stykki á við: 13 sykurmola.


Þetta prótínstykki frá Nutramino reyndist innihalda mest af sykri í úttekt DV. 18 grömm í 64 gramma stykki.
Mesti sykurinn Þetta prótínstykki frá Nutramino reyndist innihalda mest af sykri í úttekt DV. 18 grömm í 64 gramma stykki.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Nutramino Protein Bar – Caramel (64 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 394
Kolvetni: 43 g
-Þar af sykur: 29 g
-Þar af Polyols (sætuefni): Ótilgreint
Prótín: 33 g
Verð: 379 kr.

Sykurinnihald í einu 64 g stykki á við: 9 sykurmola


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Nutramino Lean Protein Bar – Hazelnut & Chocolate Crumble (60 g)

Fullyrðing: Enginn viðbættur sykur

Innihald í 100 g
Kcal: 360
Kolvetni: 17 g
-Þar af sykur: 6 g
-Þar af polyols (sætuefni): 10 g
Prótín: 33 g
Verð: 379 kr.

Sykurinnihald í einu 60 g stykki á við: 1,8 sykurmola


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Grenade Carb Killa – Fudge Brownie (60 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 359
Kolvetni: 22,6 g
– Þar af sykur: 2,4 g
-Þar af polyols (sætuefni): 18,2 g
Prótín: 38,9 g
Verð: 399 kr.

Sykurinnihald í einu 60 g stykki á við: 0,75 sykurmola


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

ON Optimum Protein Bar – Double Chocolate Brownie (60 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 352
Kolvetni: 16 g
– Þar af sykur: 6,2 g
-Þar af polyols (sætuefni): 8,3 g
Prótín: 34 g
Verð: 399 kr.

Sykurinnihald í einu 60 g stykki á við: 1,85 sykurmola.


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Freyja Styrkur – súkkulaði (44 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 370
Kolvetni: 43 g
– Þar af sykur: 29 g
-Þar af polyols (sætuefni): Ótilgreint
Prótín: 23 g
Verð: 249 kr.

Sykurinnihald í einu 44 g stykki á við: 6,5 sykurmola


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Nutramino Protein Bar – Chunky Peanut & Caramel (60 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 394
Kolvetni: 35 g
– Þar af sykur: 4,2 g
-Þar af polyols (sætuefni): 29 g
Prótín: 35 g
Verð: 379 kr.

Sykurinnihald í einu 60 g stykki á við: 1,25 sykurmola


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Nutramino Protein Bar – Dark Chocolate & Orange (64 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 413
Kolvetni: 36 g
– Þar af sykur: 19 g
-Þar af polyols (sætuefni): Ótilgreint
Prótín: 30 g
Verð: 379 kr.

Sykurinnihald í einu 64 g stykki á við: 6 sykurmola


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sci/MX PRO2go Duo Bar – Chocolate & Orange (60 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 367
Kolvetni: 37,5 g
– Þar af sykur: 18 g
-Þar af polyols (sætuefni): Ótilgreint
Prótín: 33,3 g
Verð: 449 kr.

Sykurinnihald í einu 60 g stykki á við: 5,4 sykurmola


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

QNT Protein Wafer – Vanilla Yoghurt (35 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 517
Kolvetni: 37,3 g
– Þar af sykur: 24,3 g
-Þar af polyols (sætuefni): Ótilgreint
Prótín: 32 g
Verð: 239 kr.

Sykurinnihald í einu 35 g stykki á við: 4,25 sykurmola

— 

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

BSN Syntha-6 Edge – Double Chocolate Brownie (66 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 353
Kolvetni: 30 g
– Þar af sykur: 5,6 g
-Þar af polyols (sætuefni): 22 g
Prótín: 30 g
Verð: 399 kr.

Sykurinnihald í einu 66 g stykki á við: 1,85 sykurmola


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

ON Complete Protein Bar – Double Rich Chocolate (50 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 333 g
Kolvetni: 24 g
– Þar af sykur: 8,7 g
-Þar af polyols (sætuefni): 14 g
Prótín: 40 g
Verð: 399 kr.

Sykurinnihald í einu 50 g stykki á við: 2,15 sykurmola


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

OhYea! One – Almond Bliss (60 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 391 g
Kolvetni: 22 g
– Þar af sykur: 1,7 g
-Þar af polyols (sætuefni): 16,6 g
Prótín: 35 g
Verð: 349 kr.

Sykurinnihald í einu 60 g stykki á við: Hálfan sykurmola

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“