fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Neytendur

Eldhætta af svifbrettum

Mannvirkjastofnun varar við tækjunum – Hvetur eigendur til að hafa varann á

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 7. júní 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svifbretti (e. hoverboards) hafa notið mikilla vinsælda undanfarið ár og virðist ekkert lát vera á þeim vinsældum. Nafnið er kannski ekki lýsandi því brettin svífa ekki bókstaflega en renna öllu heldur mjúklega áfram og notandinn stýrir brettinu því með því að halla sér lítillega í tiltekna átt. Brettin hafa verið afar vinsæl gjafavara bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og fjölmörg slík tæki eru komin hingað til lands í gegnum erlendar og íslenskar sölusíður.

Ógrynni vörumerkja

Markaðurinn fyrir svifbretti er afar sérstakur. Ógrynni vörumerkja er og virðast þau öll hafa sprottið upp í tengslum við þessa eina tilteknu vöru. Hinir hefðbundnu risar í framleiðslu á raftækjum hafa ekki enn hafið innreið sína á þennan markað. Á vefsíðunni toptenthebest.com má sjá lista yfir bestu svifbrettamerkin árið 2016 og þar má sjá heiti eins og Sque, Spaceboard Electric, Powerboard, Leray, Hovertech, Spaceboard, Sharper Image, Koogo, Razor og Techdrift, sem trónir á toppi listans. Sama síða fjallar um þennan frumskóg af vörutegundunum sem eiga það sameiginlegt að vera fjöldaframleiddar í Kína. Stundum eru mörg mismunandi vörumerki í raun sama varan en þrátt fyrir það er verðmunurinn á milli þeirra oft mikill.

Engin tegund örugg

Þetta ástand á markaðinum veldur áhyggjum í ljósi þess að fjölmörg dæmi eru um mikla eldhættu sem stafar af brettunum, dæmi eru um að þau ofhitni eða jafnvel fuðri upp og valdi þar með meiriháttar eldsvoðum. Í febrúar síðastliðnum tilkynntu yfirvöld öryggismála neytendavara í Bandaríkjunum (e. U.S. Consumer Product Safety Commission) að engin tegund af svifbrettum gæti talist örugg. Í tilkynningunni kom fram að endursöluaðilar sem myndu selja svifbretti sem ekki höfðu fengið þar til gerða vottun gætu átt málshöfðun yfir höfði sér. Nokkrum dögum síðar höfðu stórir aðilar á borð við Amazon og Target hætt sölu á svifbrettum. Sama hefur átt sér stað í Bretlandi. Sem dæmi um hversu mikið í umræðunni þessi eldhætta er þá eru sérstakar óbrennanlegar töskur til sölu á Amazon sem fólk er hvatt til að geyma brettin í ef þau eru í hleðslu.

Mannvirkjastofnun varar við brettunum

Mannvirkjastofnun tók boltann á lofti hérlendis og hefur birt tvær tilkynningar um hætturnar sem stafa af svifbrettunum. Þar kemur fram að ekki aðeins getur kviknað í brettunum við hleðslu heldur einnig þegar þau eru í notkun og lenda á verulegri fyrirstöðu. Þá er rétt að neytendur hafi varann á ef merkingum á brettunum er verulega áfátt. Mannvirkjastofnun varar sérstaklega við brettum af tegundinni Smart Balance Wheel en hvetur einnig eigendur svifbretta til að hætta allri notkun þeirra ef nokkur vafi leikur á að þau uppfylli öryggiskröfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“